Tix.is

Um viðburðinn

Rock Paper Sisters fagnar útgáfu á sinni fyrstu plötu, “One in a million” sem kom út rafrænt þann 15. ágúst í Egilsbúð á Tónaflugi. Platan kemur einnig út á vínyl og má nálgast hana við dyrnar í sérstakri viðhafnar útgáfu sem hefur verið framleidd í takmörkuðu upplagi fyrir tónleikana. 

Rock Paper Sisters hefur verið til í nokkur ár og hitaði meðal annars upp fyrir Billy Idol þegar hann kom fram í Laugardalshöll.  

Hljómsveitina skipa:

Eyþór Ingi, söngur og gítar

Davíð Sigurgeirsson, gítar og bakraddir

Þórður Sigurðarson, hljómborð og bakraddir

Þorsteinn Árnasson, bassi og bakraddir

Jón Björn Ríkarðsson, trommur

Platan er loks tilbúin og hefur verið að fá góða dóma og eru liðsmenn afar stoltir af frumburðinum og því ber að fagna með tónleikaveislu í Egilsbúð.

 Eyþór Ingi sá um upptökustjórn í hljóðveri sínu að mestu en hljóðblöndun var í Höndum Magnusar Árna Öder og Arnars Guðjónssonar.

Masterinn kemur svo úr höndum Grammy verðlaunahafans Gavin Lurssen.

Miðaverð 4.500 kr.

Húsið opnar kl. 21:00 og það er einnig miðasala við innganginn í Egilsbúð.

Tónleikarnir eru hluti af Tónaflugi í Neskaupstað sem er samstarfsverkefni SÚN, Hildibrand og Menningarstofu Fjarðabyggðar.