Tix.is

Um viðburðinn

Í kjölfar óvænts fráfalls eins mesta snillings tónlistarsögunnar er það með lotningu sem hér með tilkynnist að blásið verður til minningatónleika í Eldborgarsal Hörpu föstudagskvöldið 29. apríl. 2016

Á tónleikunum mun verða leitast við að heiðra minningu Bowie á tignarlegan og heiðvirðan hátt þannig að tónlist hans megi njóta sín sem best í flutningi afar fjölbreytts hóps okkar fremstu flytjenda. Fjársjóðir Bowie í lagasmíðum eru endalausir og fjölbreytnin ótrúleg. Öll þau tímabil og blæbrigði sem ferill hans spannar munu skapa ógleymanlega stemmingu þetta kvöld í Hörpu.

Um leið og við syrgjum meistara Bowie þá fögnum við því að tónlist hans mun lifa og það telst til forréttinda að fá þann heiður að geta boðið landsmönnum að njóta kvöldstundar með okkur í Hörpu föstudaginn 29. apríl nk

Söngvarar:
Högni Egilsson, Glowie, Stefán Jakobsson, Pétur Ben, Andrea Gylfadóttir, Sigurður Guðmundsson, Þór Breiðfjörð, Unnur Birna Bassadóttir, Valdimar Guðmundsson, Karl Örvarsson

ásamt fleirum sem verða kynntir inn á næstu dögum.

Hljómsveitastjórn: Karl Olgeirsson

Hljómsveit:
Karl Olgeirsson, hljómborð, raddir
Tómas Tómasson gítar, raddir
Jón Elvar Hafsteinsson gítar
Ingi Björn Ingason bassi
Ingólfur Sigurðsson trommur, raddir
Jóhann Ingvason hljómborð, raddir
Emil Guðmundsson ásláttur
Sigurður Flosason saxafónn, ásláttur
Karl Örvarsson saxafónn, raddir
Unnur Birna Bassadóttir fiðla, raddir
Matthías Stefánsson fiðla & gítar