Tix.is

Um viðburðinn

Jazzhátíð Reykjavíkur hefur verið haldin árlega síðasta aldarfjórðung, eða allar götur síðan árið 1990. Frá upphafi hefur hátíðin verið í senn uppskeruhátíð íslenskra jazztónlistarmanna sem og vettvangur til þess að kynna það besta sem er að gerast á sviði jazztónlistar á alþjóðlegum vettvangi og hátíðin í ár verður engin undantekning.

Hátíðin í ár stendur frá 12.-16 ágúst og tónlistarhlaðborðið gjörsamlega svignar af kræsingum, allavegana straumum og stefnum, allt frá nýmóðins samtíma spuna yfir í gamla góða svingið. Hátíðin í ár setur fókus á nýjar íslenskar útgáfur og samvinnuverkefni erlenda listamnenn, en gestir hátíðarinnar eru m.a. frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Litháen, Belgíu, Ítalíu og Bandaríkjunum.

Passinn gildir á ALLA viðburði Jazzhátíðar 2015

Athugið að Jazzhátíð áskilur sér rétt til að breyta dagskrá. Passinn tryggir ekki forgang að viðburðum. Mætið tímanlega.

Einnig eru í boði dagpassar.