Tix.is

Borgarleikhús

Event info

Að vera ekki tölfræði, að vera ekki tölustafir en vera einn þeirra sem sækja um hæli í fyrra eða hitteðfyrra eða... og vita ekki enn hvort þú fáir að vera eða ekki.

Ímyndaðu þér hrunið líf, líf í rúst. Líf þitt?er fullkomin óreiða og öryggið horfið.?Þú flýrð undan skothríð og sprengjuregni?og þér tókst af eigin rammleik að komast?til Tyrklands og þaðan yfir hafið til Grikklands í yfirfullum gúmmíbáti. Þér tekst þrátt fyrir háska og raunir að komast áfram, heilu og höldnu, skref fyrir skref, í gegnum Evrópu og loks eftir nokkra mánuði gengurðu inn?í Útlendingastofnun á Íslandi. Hvers vegna lendirðu í Reykjavík og hver í ósköpunum er sjálfsmynd þín sem flóttamaður og hælisleitandi? Hver er saga þín og hve vel passar hún við það sem þú ert spurður um? Nú þarftu að sannreyna fyrir starfsfólki Stofnunarinnar hvort hún er sönn eða login.

Afturábak fjallar um margvíslegar vistarverur hælisleitandans, um persónulega frásögn, um okkar sýn og hvernig við horfum á þegar fólk leggur líf sitt að veði á flótta frá stríði. Sagan er ekki sögð í réttri tímaröð nema þegar starfsmaður Útlendingastofnunar spyr svo. Hún fer í ýmsar áttir í óhugsandi afkima fortíðar.

Osynliga Teatern starfar í Stokkhólmi og í þessari sýningu blandast saman gagnvirkt leikhús og heimildaleikhús með kvikmyndalegu ívafi.

Samstarfsverkefni Dramaten og Osynliga teatern í Stokkhólmi og Borgarleikhússins.