Tix.is

Event info
Þann 18. desember næstkomandi mun heiðursveitin STÓNS halda heljarinnar jóla#afmælistónleika á Gauknum.

Tónleikarnir eru tileinkaðir 71 árs afmæli Keith Richards (Rolling Stones).
Heiðurssveitin er löngu orðin þekkt nafn í íslensku tónlistarlífi. Stóns var stofnuð á síðasta áratugi með það að leiðarljósi að heiðra og virða tónlist rokkrisanna í Rolling stones en einnig að gefa fólki tækifæri á að upplifa þann kraft og innblástur sem lög meistaranna gefa frá sér. Stóns hefur fengið verðskuldaða athygli fyrir færni og líflega sviðframkomu og þykir hljómsveitin koma tónlistinni einstaklega vel til skila.

Þeim til halds og trausts verða vel valdir einstaklingar úr íslensku tónlistarlífi.

Hér er á ferðinni rokkveisla sem engin sannur Rolling Stones aðdáandi lætur framhjá sér fara.

"Þegar ég sá þá fyrst, leið mér eins og mér hefði verið kippt aftur til ársins 1969 á tónleika með Stones, það var ekki leiðinlegt" "Gleðin sem strákarnir fá af því að spila þessi stórkostlegu lög smitast útí áhorfendur á mjög mjög skömmum tíma" "Þú þarft ekki einu sinni að fíla Rolling Stones til þess að skemmta þér á tónleikum með þeim”
Sverrir þór Sverrisson (Sveppi)

"Ég hef tvisvar sinnum séð Rolling Stones á tónleikum, Stóns eru einfaldlega betri!"
Andri Freyr Viðarsson Rás 2.

"Bíddu, eretta ekki Stones?!"
Daníel Ágúst söngvari

"Stóns. Ekki bara bestir á balli heldur bestir í heiminum!" "Mér hlotnaðist sá heiður að kynna Stóns á svið eitt sinn í Nasa og hef verið dásamlega ROKK-skaddaður allar götur síðan." "Jagger og Richards komast ekki með tærnar þar sem Stefánsson og Sigurðarson eru með hælana." "Stóns! Það steinliggur!!"
Arnar Eggert Blaðamaður

„Þetta var alveg ótrúlega gott hjá þeim,“ „Þeir voru alveg með þetta. Bjarni spilaði rytma og sóló eftir því sem við átti og það var greinilegt að Bjössi söngvari var búinn að stúdera Jagger í þaula. Maður er eðlilega alltaf nokkuð tortrygginn á eftirhermusveitir en þessi stóðst allar væntingar og gott betur.“
Ólafur Helgi Kristjánsson Lögreglustjóri Suðurnesja og Heitasti Rolling Stones aðdáandi Íslands