Tix.is

Event info

Við íslendingar eigum sögur sem fara aftur um þúsundir ára. Gegnum víkingasögurnar og þjóðsögur höfum við heyrt um marga yfirnáttúrulega vætti; drauga, álfa, tröll og meira að segja djöfulinn sjálfan. Á veturna þekkjum við fátt annað en myrkrið og þar hafa skapast þessi óvægu öfl sem okkur finnst gaman að kynnast í gegnum sögur, lestur og jafnvel bíó.

Frostbiter verður haldin í nóvember á Akranesi. Hátíðin er alþjóðleg og fengum við yfir 200 myndir sendar inn frá 20 mismunandi löndum. Valdar voru 35 stuttmyndir til sýningar á hátíðinni, 12 íslenskar og 23 erlendar. Einnig verða sýndar myndir í fullri lengd og margir skemmtilegir viðburðir.

Hægt er að sjá dagskránna á Facebook síðu Frostbiter