Tix.is

  • Jun 6th 8:30 PM
Ticket price:4.990 kr.
Event info

Útgáfutónleikar nýjustu plötu Bubba Morthens, Túngumál verða í Bæjarbíói, Hafnarfirði á sjálfum útgáfudeginum, 6. júní (06.06.17), sem jafnframt er 61 árs afmælisdagur Bubba.

Nú þegar er fyrsta lagið af plötunni komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins. Lagið heitir “Sól bros þín” og í því er Bubbi á léttum nótum að fagna ástinni og sumrinu. Í laginu, sem og á plötunni allri, einblínir Bubbi á að hafa flutning og hljóðfæraskipan eins lífrænan og völ er á. Engir hljóðgerflar eða ónáttúruleg hjálpartól koma þar við sögu og má þess geta að allir gítarar sem hljóðritaðir voru, voru spilaðir af Bubba sjálfum. Hljóðheimurinn hefur sterkar vísanir í þjóðlagahefðir Mið- og Suður-Ameríku en er fyrst og fremst sköpunarverk Bubba og upptökustjórans Arnþórs Örlygssonar (Adda 800) sem unnu mjög náið saman í öllu upptökuferlinu.

Með Bubba á tónleikunum kemur fram hljómsveit skipuð flestum þeim sem spiluðu með honum á plötunni.

Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikarnir hefjast 20:30.