Tix.is

Event info

Magnús og Jóhann ásamt hljómsveit verða með sannkallaða stórtónleika í Bæjarbíói 20. mai n.k. Hjlómsveitarstjóri er Börkur Hrafn Birgisson kenndur við Jagúar og Benzin music. Á dagskránni verður samantekt af bestu lögum þeirra. Það vita ekki allir en þeir eiga aragrúa af lögum sem lifað hafa með þjóðinni í flutningi þeirra sem og annara listamanna. TIl gamans má nefna brot af lögunum

Álfar
Söknuður
Blue Jean Queen
Jörðin sem ég ann
Í Reykjavíkurborg
Þú átt mig ein

Í ár eru einmitt 45 ár síðan fyrsta plata þeirra kom út. Grípum hér niður í ágrip af sögu þessara frábæru listamanna:

"Leiðir Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar lágu fyrst saman í hljómsveitinni Nesmenn en Jóhann hafði áður verið með Rofum. Þegar Nesmenn gáfust upp árið 1968 héldu þeir félagar samstarfinu áfram fyrst með rafmagnsgítarana sína en skiptu... þeim fljótlega út fyrir kassagítara.

Þeir Magnús og Jóhann náðu samningi við Fálkann, héldu í hljóðver og tóku upp eigin lagasmíðar og texta sem allir voru á enskri tungu. Samningurinn við Fálkann klikkaði og kom fyrsta plata þeirra Magnúsar og Jóhanns því ekki út fyrr en um haustið 1972 á útgáfumerkinu Scorpion. Lagið Mary Jane náði vinsældum og hefur haldið uppi merki plötunnar síðan.

Seinna varð hljómsveitin Change til og undir þeim fána störfuðu þeir báðir að mestu á árunum 1973-1975. Eftir að sveitin lagði upp laupana fyrir jólin 1975 héldu þeir Magnús og Jóhann hvor í sína áttina. Magnús Þór hóf sjálfstæðan feril og sendi frá sér nokkrar plötur á næstu árum. Meðal annarra hina mögnuðu plötu Álfar. Jóhann sinnti einnig sólóferli og lagasmíðum, auk þess að verða helmingur dúettsins Þú og ég.

Eftir þá félaga liggja fjölmörg lög sem eru stór hluti af íslenskri dægurlagasögu, lög eins og Ást, Söknuður, Dag sem dimma nátt, Yakety Yak, Þú átt mig ein, Blue Jean Queen, Mary Jane, Seinna meir, She's Done it Again, Ísland er land þitt o.fl, en mörg þessara laga hafa þeir aldrei flutt sjálfir."