Tix.is

Event info

President Bongo kemur fram í Havarí laugardaginn 3. júní. Forsetinn er einn afkastamesti listamaður þjóðarinnar, starfaði með Gus Gus um árabil og vinnur með efniviði úr ljósmyndun, hönnun og sjómennsku auk þessa að framleiða framúrskarandi raftónlist sem hefur tryllt þúsundir áhorfenda um allan heim. Heimsókn hans í Havarí er gríðarlegur hvalreki enda um að ræða viðburð sem enginn áhugamaður um lífskúnstir á víðum grunni skal láta fram hjá sér fara. Þennan sama dag þann 3. júní opnar Sara Riel myndlistarsýninguna Marvera í Havarí. Sara nam myndlist í Reykjavík og í Berlín og vinnur undir áhrifum veggjalistar með viðfangsefni vísinda, náttúru og samfélags. Hún hefur unnið náið með fjölda tónlistarmanna og sýnt verk sín í öllum helstu galleríum og sýningarsölum hér á landi og tekið þátt í og sett upp eigin sýningar víða um heim. Það er gríðarlegur fengur að fá verk þessara virtu listakonu í Havarí en sýningin stendur þangað til í september.