Tix.is

Event info

Hörðustu aðdáendur Ljótu hálfvitanna vita yfirleitt nokkurn veginn að hverju þeir ganga þegar þeir mæta á Rosenberg. Hæfileg blanda af þekktustu smellum hálfvitanna, minna þekktum smellum og dassi af algerlega óþekktum ekkismellum, rammað inn með ábyrgðarlausu gamanmáli. Það sem aðdáendur vita hins vegar ekki er að á bakvið hvern einasta settlista eru harðvítugar rökræður og á köflum blóðugar illdeilur um hvaða 18 lög skuli spila. En á tónleikunum 2. og 3. júní nk. verður breyting þar á.

Einn af skarpari hálfvitunum benti á að hálfvitar eru 9 og 2x9 eru 18. Því var ákveðið að prófa það fyrirkomulag að hver hálfviti velji 2 lög á þessum tónleikum, algerlega eftir eigin smekk og samvisku. Það má því reikna með vægast sagt óvenjulegum lagalista á þessum tónleikum því smekkur hálfvitanna endurspeglar alls ekki vilja þjóðarinnar. Og þaðan af síður samviskan.