Tix.is

Event info

Harlem Globetrotters!

Sýningar- og körfuboltalið Harlem Globetrotters er væntanlegt til Íslands í maí og verður með tvær sýningar, eina í Laugardalshöll Reykjavík og eina í TM Höllinni í Keflavík.

Þetta er í sjötta skiptið sem liðið setur upp sýningar hér á landi!

Ávallt hefur verið uppselt á sýningar þeirra og vorið 2013 komust færri að en vildu og þurfti að vísa fjölda manns frá á sýningardegi, svo mikill var áhuginn á þessari frábæru fjölskylduskemmtun. Forsvarsmenn Harlem Globetrotters brugðust fljótt við og huguðu strax að endurkomu sem verður að veruleika þann 30. maí næstkomandi. Harlem Globetrotters munu sýna snilli sína með ótrúlegum uppákomum þar sem gleðin verður fyrst og fremst við völd.

Harlem Globetrotters er elsta fjölskyldusýning i heimi. Fyrsta liðið var myndað árið 1926 og upp frá því hefur hópurinn ferðast til 122 landa og komið fram á yfir 25.000 sýningum. Núverandi sýning einkennist af samkeppni liðsins við annað sýningarlið, hina svonefndu Washington Generals.

 Fyrir sérstaka aðdáendur er hægt að kaupa spennandi Magic Pass:

Magic pass er miði á einstakan viðburð sem fram fer fyrir sýninguna þar sem aðdáendur geta átt í samskiptum við leikmenn Harlem Globetrotter á vellinum – tekið skot, prófað trix með boltann og fengið eiginhandaráritanir og myndir! Hægt er að sjá hvernig þetta fer fram hér: http://harlemglobetrotters.com/magic-pass

Magic Pass viðburðurinn hefst 90 mín fyrir leikinn og stendur yfir í 30 mín.

Passinn kostar 2.500 kr. og er seldur sem viðbót við hefðbundinn aðgöngumiða, svo það þarf einnig að kaupa miða.

Ekki missa af þessu!

Harlem Globetrotters

Best Dunk Compilations