Tix.is

Harpa

Event info

Kanadíski fiðluleikarinn James Ehnes vakti verðskuldaða athygli íslenskra tónleikagesta þegar hann lék einleik með Sinfóníuhljómsveitinni í Toronto í Hörpu haustið 2014. Þessi fiðlusnillingur hefur hlotið bæði Grammy- og Gramophone-verðlaun, auk þess sem gagnrýnendur um allan heim hafa ausið hann lofi. „Óviðjafnanlegar tónlistargáfur“ gagði gagnrýnandi Times í Lundúnum og líkti honum við sjálfan Paganini hvað leiksnilli snerti. Ehnes mun leika hinn ljóðræna og síðrómantíska konsert bandaríska tónskáldsins Samuels Barber, sem kunnastur er fyrir tónsmíð sína Adagio fyrir strengi.

Enigma-tilbrigði Elgars eru magnþrungið hljómsveitarverk með óvenjulega sögu, því að tónskáldið neitaði alla tíð að gefa upp hvert stefið væri sem tilbrigði hans byggja á. Eitt tilbrigðanna, Nimrod, hefur notið sérstakrar hylli og margir muna eftir því úr leikritinu Abel Snorko býr einn, sem sýnt var við miklar vinsældir í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum.