Tix.is

Þjóðleikhúsið

Event info

Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stiklu þáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar.

Leikari: Elfar Logi Hannesson

Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson

Dramatúrg: Símon Birgisson

Tónlist: Svavar Knútur

Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson

Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson

 

Áhorfendur segja:

,,Mæli svo með þessari sýningu, látið ekki Gísla á Uppsölum hlaupa frá ykkur."

,,Stórkostlegt einu orði sagt!"

,,Þessi sýning kom við allan tilfinningaskalann."

,,Mæli hiklaust með sýningunni sem er allt frá því að vera afar sorgleg upp í bráðskemmtileg."

,,Gísli á Uppsölum. Dásamleg sýning. Þið skuluð alls ekki missa af henni ef hann kemur nærri.

,,Fór á alveg brilliant leiksýningu áðan! Það var einleikurinn Gísli á Uppsölum sem um ræðir og mæli ég eindregið með henni! Það var bara allur tilfinningaskalinn á ferð held ég! Frábær leikari hann Elfar Logi......"