Tix.is

Borgarleikhús

Um viðburðinn

Jólasýning Listdansskóla Íslands - Borgarleikhúsinu 28. nóvember klukkan 17:30 og 20

Að þessu sinni verður jólasýning Listdansskóla Íslands sameiginleg með bæði grunn- og framhaldsdeild. Sýningin verður í stærra lagi og markar þannig lok afmælisársins okkar.

Á efnisskránni verða að vanda verk eftir þekkta danshöfunda sem og kennara skólans. Meðal annars má sjá brot úr Le Corsaire og Hnotubrjótnum.

Sýningin tekur rúmlega 80 mínútur og ekkert hlé er á sýningunni. Miðaverð er 3.000 kr