Tix.is

Borgarleikhús

Um viðburðinn

Elly Vilhjálms - óumdeild stjarna

Hver var hún þessi kona sem heillaði karlmenn á skemmtistöðum, vakti afbry´ðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk snákablóð og smyglaði forboðnum apa til Íslands? Elly Vilhjálms bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga með söng sínum og leiftrandi persónuleika. Hún var á sínum tíma dáðasta söngkona þjóðarinnar og það sem hún skilur eftir sig er með því besta sem til er í íslenskri dægurtónlist. Söngurinn var fágaður, túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hly´. En líf hennar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því Elly var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fékk hún Grímuverðlaunin sem söngvari ársins og Stefanía Adolfsdóttir fékk Grímuverðlaun fyrir bestu búningana. Auk þess voru Björgvin Franz Gíslason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir tilnefnd fyrir leik sinn og Garðar Borgþórsson var tilnefndur fyrir hljóðmynd.

Höfundar: Ólafur Egill Egilsson og Gísli Örn Garðarsson

Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson 
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Tónlistarstjórn: Sigurður Guðmundsson
Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir
Hljóð: Garðar Borgþórsson

Í samstarfi við Vesturport