Tix.is

Borgarleikhús

Um viðburðinn
Reykjavíkurdætur láta allt flakka!

REYKJAVÍKURDÆTUR Í NÝRRI SÝNINGU Á LITLA SVIÐINU

Reykjavíkurdætrum er gefinn laus taumurinn og sprengja þakið af húsinu. Íslenska hip-hop rappsveitin Reykjavíkurdætur er hópur ungra kvenna sem er fátt óviðkomandi í mögnuðum og oft pólitískum textum sínum. Þær hafa komið víða fram frá því að sveitin var stofnuð og alls staðar vakið mikla athygli, allt frá viðtalsþætti Gísla Marteins til hátíðarinnar Hróaskeldu í Danmörku. Þær hneyksla og heilla, vekja til umhugsunar og ganga langt í að fara út fyrir þægindarammann, sinn eigin og annarra, með róttækri framgöngu sinni og framsetningu. Þær eru ekki allra og allir eru ekki þeirra. Deilir þó enginn um það að Reykjavíkurdætur eru sannkallaðar sviðslistakonur. Þær snerta við áhorfendum sínum á nýjan hátt og sögur fara af áhrifamikilli sviðsframkomu þeirra á tónleikum. Þessar ungu konur notast við kraft fjöldans, textans, og framsækninnar og það má með sanni segja að Reykjavíkurdætur þora. Hvað ef Reykjavíkurdætrum væri gefinn laus taumurinn og mættu gera hvað sem þær langaði til - í Borgarleikhúsinu?

Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið í vor og láta gamminn geisa.

Allt getur gerst!

Höfundar: Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Kolfinna Nikulásdóttir, Salka Valsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Steinunn Jónsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Leikstjórn: Kolfinna Nikulásdóttir