Tix.is

Borgarleikhús

Um viðburðinn

Perlurnar hennar Siggu Eyþórs er heiðursýning leikhópsins Perlunnar á stóra sviði Borgarleikhússins. Með sýningunni er heiðrað það ævistarf sem Sigríður Eyþórsdóttir, stofnandi og leikstjóri Perlunnar, átti með hópnum.  Bergljót Arnalds hefur tekið við leikstjórn hópsins og hefur starfað með þeim í vetur. Verkin sem verða sýnd eru meðal annars Barn eftir Stein Steinar og ævintýrið Ljónið og músin auk annarra leikverka. Kynnir á heiðurssýningunni er söngvarinn og perluvinurinn Páll Óskar Hjálmtýsson og mun hann taka lagið á milli atriða af sinni alkunnu snilld.