Tix.is

Um viðburðinn

Berndsen, Hermigervil, Good Moon Deer & East Of My Youth

Festisvall hófst sem myndlistar- og tónlistarhátíð í Hjartagarðinum á Menningarnótt í Reykjavík árið 2010. Síðan þá hefur hátíðin þróast yfir í fjölbreytt tengslanet listamanna með áherslu á samstarf milli Íslands og Þýskalands. Hátíðin fagnar nú sínu fimmta starfsári með heljarinnar tónlistar- og myndlistarveislu, sem haldin er í fjórum borgum Evrópu; Reykjavík, Leipzig, Berlín og Amsterdam.

Festisvall Fünf hefur hátíðarhöldin í Reykjavík með útitónleikum í portinu við Kex Hostel föstudaginn 21. ágúst. Á tónleikunum koma fram Berndsen, Hermigervill, Good Moon Deer og East Of My Youth og lofa aðstandendur hátíðarinnar fyrirmyndar stemmingu og góðum sumarfíling.