Tix.is

Um viðburðinn

Laugardaginn 19. september standa UNICEF á Íslandi og KEXLand fyrir stórtónleikum til stuðnings baráttunni fyrir börn á flótta. Tónleikarnir standa frá klukkan 15:30 og verða í portinu á KEX Hostel (ef veður leyfir). Um kvöldið verður Rás 2 með beina útsendingu frá tónleikunum.

Fram koma:

15:30 - DJ Flugvél og geimskip
16:30 - Sin Fang
17:30 - Júníus Meyvant
18:30 - Vagina Boys
19:30 - Mammút
20:30 - Agent Fresco
21:30 - FM Belfast

Kanilsnældur þeyta skífum á milli atriða.

Allir tónlistarmenn gefa vinnuna sína og KEX útvegar aðstöðu og annað sem til þarf.

Miðaverð: 2.500 kr. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri (í fylgd með fullorðnum). Allur aðgangseyrir fer í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn frá Sýrlandi. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum. Þau sem ekki komast geta sýnt samstöðu með því að senda SMS-ið UNICEF í númerið 1900 (1.900 kr).