Tix.is

Um viðburðinn

ASÍ 100 ára og þér er boðið í tónlistarveislu
Alþýðusamband Íslands verður 100 ára þann 12. mars nk. og býður af því tilefni til sannkallaðra stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu auk tónleika á Akureyri, Ísafirði og Neskaupsstað. Frábærir listamenn munu koma fram til að fagna þessum tímamótum með okkur. Einnig er boðið upp á fjölskylduskemmtun í Hörpu frá klukkan 14 sama dag. Boðið verður upp á köku, kaffi og svala.

Reykjavík - Eldborg
Frábærir listamenn koma fram til að fagna þessum tímamótum með okkur laugardaginn 12. mars kl. 20:00: Retro Stefson, Mannakorn, Valdimar, Hundur í óskilum, Mammút og Lúðrasveit Verkalýðsins. Kynnar verða Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.

Akureyri - Hof
Ljósmyndasýning og tónleikar í Hofi á Akureyri laugardaginn 12. mars kl. 20. Fram koma: Agent Fresco, Ylja, Hvanndalsbræður og Emmsje Gauti.

Ísafjörður – Edinborgarhúsið
Ljósmyndasýning og tónleikar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardaginn 12. mars kl. 20. Fram koma: Mugison og Lára Rúnars.

Neskaupstaður - Egilsbúð
Ljósmyndasýning og tónleikar í Egilsbúð í Neskaupstað laugardaginn 12. mars kl. 20. Fram koma: Bjartmar Guðlaugs, Lay Low og Úlfur Úlfur.