Tix.is

Um viðburðinn

Á níunda áratug síðustu aldar má segja að mikið Flamenco / Rumba æði hafi gripið um sig um heim allan þegar hljómsveitin Gipsy Kings kom fram á sjónarsviðið.

Tónlistin er blanda af rythmisku poppi og sígaunatónlist. Meðlimir voru úr þremur tengdum Sígaunafjölskyldum sem fluttu til Frakklands frá Spáni á valdatíma Franco.

Hljómsveitin flytur lög sín á spænsku með Andalusiskum hreim en það kom ekki í veg fyrir gífurlegar vinsældir um heim allan og lög eins og Bamboleo og DjobiDjoba fóru inná vinsældarlista um víða veröld.

Manolo var helsti söngvari Gipsy Kings og hér kemur hann fram ásamt frændum sínum. Sumir fyrrverandi Gipsy Kings, aðrir verðandi Gipsy Kings.