Tix.is

Um viðburðinn

Eistnaflug er tónlistarhátíð sem haldin hefur verið árlega síðan sumarið 2005. Þetta er innihátíð í Neskaupstað, vinalegum litlum bæ á Austfjörðum, sirka jafn langt frá Reykjavík og hægt er að komast án þess að fara úr landi. Aðra helgina í júlí tvöfaldast íbúafjöldi Neskaupstaðar þegar tónlistaraðdáendur hópast til Norðfjarðar að njóta lifandi tónlistar við bestu hugsanlegu aðstæður.

Þegar hafa eftirfarandi hljómsvetiri verið bókaðar: The Dillinger Escape Plan [USA] Neurosis [USA] Bloodbath [SWE] Sólstafir [ICE] Skálmöld [ICE] Dimma [ICE] Zatokrev [SWI] Sinistro [POR] Naga [ITA] Misþyrming [ICE] Innvortis [ICE] Morðingjarnir [ICE] Auðn [ICE] Kronika [ICE] Kælan Mikla [ICE] Hubris [ICE] Cult of Lilith [ICE] Grave Superior [ICE] og Oni [ICE]

Tjaldsvæði

Þeir sem hafa í hyggju að gista í tjaldi á tjaldvæðinu á Bökkum þurfa að greiða tjaldsvæðisgjald, 3.000 kr á hvern gest. Tjaldsvæðisgjaldið veitir heimild til að gista á tjaldsvæðinu á Bökkum frá 4. til 9 .júlí 2017. ATH að ef gjaldið er greitt á staðnum þá er greitt hærra verð. Gjaldið veitir ekki heimild til að gista á fjölskyldutjaldsvæðinu við snjóflóðavarnargarðana.

www.eistnaflug.is // www.facebook.com/EistnaflugFestival // @Eistnaflug

ÞAÐ ER 18 ÁRA ALDURSTAKMARK Á EISTNAFLUG OG MUNIÐ AÐ ÞAÐ ER AFMÆLISDAGURINN ÞINN SEM GILDIR

Munum svo að það er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi og ekkert helvítis rugl!!!!