Tix.is

Um viðburðinn

Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014!

HRÍFANDI OG HJARTNÆMT BANDARÍSKT VERÐLAUNAVERK

Þrír starfsmenn í gömlu „költ“-bíói sópa gólfin, selja miða og sjá um að kveikja á kvikmyndavélinni fyrir sýningar. Launin eru lág, andrúmsloftið rafmagnað og samskiptin á milli þeirra endurspegla kaldranalegan veruleika. En hvert og eitt ala þau með sér draum um betra líf og oft getur raunveruleikinn skákað heimi kvikmyndanna all hressilega.

Ræman er einstaklega vel skrifað og hjartnæmt leikrit eftir ungt bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og í Evrópu. Höfundurinn,hin 34 ára Annie Baker, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaun fyrir besta leikritið árið 2014.

Höfundur: Annie Baker

Þýðing: Halldór Halldórsson (Dóri DNA)
Leikstjórn: Dóra Jóhannsdóttir
Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Hljóð: Garðar Borgþórsson

Leikarar: Davíð Þór Katrínarson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir