Tix.is

Um viðburðinn

Bíó Paradís kynnir Evrópufrumsýningu á íslensk-amerísku hrollvekjunni CHILD EATER þann 28. október næstkomandi - rétt fyrir Hrekkjavöku. Miðasala er hafin, frumsýningin er öllum opin og fólk hvatt til að tryggja sér miða í tæka tíð.

Erlingur Óttar Thoroddsen skrifaði og leikstýrði CHILD EATER, en hún er byggð á samnefndri stuttmynd sem var sýnd m.a. á SXSW, RIFF og New York Horror Film Festival, og þó svo myndin hafi verið tekið upp í dimmum skógum New York fylkis, þá rennur rammíslenskt blóð um æðar hennar. Fjölmargir Íslendingar komu að gerð myndarinnar, þar á meðal tónskáldið Einar Sv. Tryggvason sem á heiðurinn að fábærri kvikmyndatónlistinni.

Myndin fjallar í stuttu máli um barnfóstruna Helen sem villist út í nærliggjandi skóg þegar barnið sem hún passar hverfur um miðja nótt. En sögur segja að skógurinn sé ekki tómur. Í honum á að búa óhugnalegur maður sem gæðir sér á augum barna til þess að veigra sér frá blindu

Það má segja að CHILD EATER sé fyrsta íslenska mynd sinnar tegundar, enda rafmögnuð hrollvekja sem á eftir að fá fólk til að iða í sætum sínum.

Frumsýningin á Íslandi kemur í kjölfar heimsfrumsýningar myndarinnar á Brooklyn Horror Film Festival, þar sem CHILD EATER er lokamynd hátíðarinnar.

Í tilefni frumsýningarinnar á Íslandi - og einnig í tilefni Hrekkjavökunnar - mun Bíó Paradís efna til hrollvekjuteitis til heiðurs myndarinnar. Nánari upplýsingar um það þegar nær dregur, en ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara og tryggðu þér miða strax!