Tix.is

Um viðburðinn

Ragnar Axelsson

Andlit norðursins í Hörpu

Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við sínar þekktustu ljósmyndir og fer yfir meira þrjátíu ára feril sinn. Sýningin tekur áhorfandann inn í undraheim norðursins þar sem ferðast er með hundasleðum á Grænlandi, á árabátum við Færeyjar og glímt er við veðurofsann á Íslandi. Og þetta er fjölskyldusýning! Öll börn, 16 ára og yngri, fá frítt inn ef þau koma í fylgd fullorðinna. Að lokinni sýningu áritar Ragnar Axelsson síðan eintök af Andlitum norðursins á Bókamessunni í Bókmenntaborginni Reykjavík í Hörpu.

Andlit norðursins með Ragnari Axelssyni í Kaldalóni er einstök skemmtidagskrá í leikstjórn Gunnars Hanssonar. Þar koma saman ljósmyndir, leikhús og glæsilegt verk sem áhorfendur geta notið að sýningu lokinni.