Tix.is

Um viðburðinn

Ari Eldjárn gerir upp hið stórfurðulega ár 2016 í glæsilegri uppistandssýningu í Háskólabíói á næstsíðasta degi ársins og ber hún heitið „Áramótaskop“. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ari heldur áramótasýningu af þessu tagi en hann hefur í fjórgang tekið þátt í að skrifa Áramótaskaup Sjónvarpins.

Fyrir hlé verður árið 2016 í forgrunni og eftir hlé verður svo boðið upp á „uppistand með frjálsri aðferð“ og áherslan verður lögð á að keyra allt í botn fyrir nýja árið. 

Efnistök eru leyndarmál en ekki er hægt að útiloka að fótbolti, Panamaskjöl, Framsóknarflokkur, Donald Trump og Justin Bieber komi við sögu. 

Ari Eldjárn er fyrir löngu orðinn einn vinsælasti uppistandari þjóðarinnar en ætlar nú að freista þess að framkvæma hið ómögulega: að gera árið enn fyndnara en það er nú þegar orðið.