Tix.is

Um viðburðinn

Hallgerður Langbrók íslenska "femme fatale"

Þessi flutningur fjallar um eina sögufrægustu kvenpersónu Íslendingasagnanna, Hallgerði Langbrók, sem ögraði og hristi upp í karlasamfélaginu. Á rúmlega 1000 ára ferðalagi sínu milli himins og jarðar fylgist hún með og upplifir líf og stöðu kvenna á hinum ýmsu tímabilum. 20. öldin er það tímabil sem hún hrífst mest af. Kvenmenn rísa upp gegn ráðandi karlasamfélaginu, ná fram hinum ýmsu réttindum og öðlast frelsi. Nylon sokkarnir eru táknmynd þessa nýja frelsis, þar sem fegurð kvenna fékk notið sín, án þess að þær gæfu einhvern afslátt af greind og burðum. Hallgerður hrífst sérstaklega af hinum ýmsu prímadonnum skemmtanaiðnaðarins sem voru svolítið líkar henni; fagrar, greindar, kænar og stundum svolítið vondar ;) Þessi viðburður verður sunginn og leikinn af Elsu Waage, pianómeðleikur Antonia Hevesi, þjónustustúlka Íris Sveinsdóttir

Þessi leikur fjallar um Hallgerði Langbrók og heimsókn hennar i Kaldalón Hörpu í leit að griðarstað eftir að vera lokuð úti bæði í Helvíti og Himnaríki. Hún sveimar um öld eftir öld á millia himins og jarðar. Hún segir segir sögu sína á skemmtilegan hátt en telur langbrokina hafa verið grunnurunn af allri sinni ógæfu. Ef henni hefði ekki klæjað svona undan bévítans ullinni þá hefði hún líklega orðið miklu ljúfari kona og ekki orðið svona skapstygg. og þrjósk Hún fellur gersamlega fyrir öldinni sem Nylon sokkarnir koma til sögu. Hún er þess fullviss að hún hefði orðið diva á við Mariu Callas, Dietrich, Monroe,Piaf, Hepburn, Elly Vilhjálms, jafnvel Mariu Markan og fleiri. Þær áttu allar nefnilega nælonsokka !!!! Sungin verða lög sem þessar primadonnur sungu og gerðu fræg um leið og eitthvað verður sagt frá þessum "nælon" divum.

Lengd : ca klukkutími án hlés Flutningur verður á ensku

Tónleikaárið 2016-2017 fer af stað ný tónleikaröð í Hörpu, svokallaðir Sígildir sunnudagar.

Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. Með röðinni gefst áheyrendum kostur á fyrsta flokks kammertónleikum í Hörpu vikulega.

Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval tónleika með sígildri söng- og hljóðfæratónlist. Meðal þátttakenda í röðinni eru tvö flaggskip íslenskrar tónlistar á klassíska sviðinu, Kammersveit Reykjavíkur og Kammermúsíkklúbburinn, en auk þeirra koma fram Strokkvartettinn Siggi, Kammerhópurinn Elektra, Ljóðasöngsröð Gerrit Schuil og Barokksveitin Brák, ásamt fleirum.

Auk þess verður ferður sett á stokk ný tónleikaröð ungra tónlistarmanna í samstarfi við FÍT og FÍH, Velkomin heim. Með henni er ungt tónlistarfólk sem nýlokið hefur námi hvatt til dáða. Sígildir sunnudagar eru metnaðarfullt átak sem vert er að fylgjast með.