Tix.is

Um viðburðinn

Allra Síðasti Sjens
Retro Stefson kveður árið og lýkur 10 ára ferli sínum.
Lokatónleikar í Gamla Bíó 30.desember

Einnig koma fram Sturla Atlas og Hermigervill.
Síðasta tækifærið að sjá þessa frábæru hljómsveit á tónleikum.

Retro Stefson kveður árið og lýkur 10 ára ferli sínum sem ein ástsælasta hljómsveit landsins með lokatónleikum í Gamla Bíó föstudaginn 30.desember næstkomandi. Auk Retro Stefson koma fram Hermigervill og Sturla Atlas. Miðasla er hafin á tix.is og er miðaverð aðeins 2.900 krónur. Húsið opnar klukkan 21.00 og hefjast tónleikarnir stundvíslega klukkan 22.00. Retro Stefson mun fara vel yfir allan ferilinn og góðir gestir munu stíga á stokk með sveitinni.

Frá því að Retro Stefson kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir rúmum 10 árum vakti hljómsveitin strax athygli fyrir hreint magnaða sviðsframkomu. Meðlimir hljómsveitarinnar voru þá enn í grunnskóla sem ekki var að sjá af lagasmíðum og framkomu, enda vakti Retro Stefson athygli langt út fyrir landsteinana. Tónleikaferðalög um Evrópu, búseta og starfsemi í Þýskalandi, tónleikar í Bandaríkjunum og Kanada, plötusamningur við Universal og Sony ATV er nokkuð sem á daga Retro Stefson hefur drifið. Nú þremur plötum og fjölmörgum tónleikum síðar er komið að leiðarlokum. Á árlegum tónleikum sveitarinnar Síðasta Sjens er nú í raun allra síðasti sjens að skella sér á tónleika með þessari frábæru hljómsveit.

20 ára aldurstakmark