Tix.is

Um viðburðinn

Stockfish Film Festival fer fram dagana 23. febrúar - 5. mars í Bíó Paradís. Hátíðin veitir almenningi aðgang að rjómanum af þeim verðlaunakvikmyndum sem eru sýndar á kvikmyndahátíðum erlendis, en sýndar verða yfir 40 kvikmyndir á hátíðinni. Auk þess verður boðið upp á fjölda viðburða ásamt heimsóknum erlendra fagaðila í kvikmyndagerð. Hátíðin er samstarfsverkefni allra fagfélaga í kvikmyndagreinum á Íslandi.

Verð fyrir hátíðarpassa er 9.500 kr. og veitir hann aðgang að öllum sýningum og viðburðum hátíðarinnar á meðan húsrúm leyfir. Auk þess veitir passinn eftirfarandi sérkjör hjá samstarfsaðilum hátíðarinnar á meðan henni stendur:
Bíó Paradís, Kaffi Vínyl & El Santo – bjór og vín á ‘happy hour’ verði
Hlemmur Square – bjór, vín og kokteilar á ‘happy hour’ verði og 15% afsláttur af mat á Pylsa/Pulsa
Kaffibarinn – 20% afsláttur af drykkjum alla daga (til kl 2 um helgar), gildir ekki á ‘happy hour’
Hraðlestin - 15% afsláttur af matseðli (gildir ekki með öðrum tilboðum)

20% nemendaafsláttur er veittur af hátíðarpössum gegn framvísun gilds nemendaskírteinis. Einungis er hægt að kaupa hátíðarpassa með nemendaafslætti í miðasölu Bíó Paradís.

Klippikort kostar 3.900 kr. og veitir hann aðgang að þremur sýningum hátíðarinnar.

Almennt miðaverð á sýningar er 1.450 kr.

Hægt verður að sækja passa og klippikort í Bíó Paradís frá og með fyrsta degi hátíðarinnar, 23. febrúar. Sækja þarf miða í Bíó Paradís fyrir sýningar.

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu og Facebook síðu hátíðarinnar : Stockfish Film Festival / Facebook