Tix.is

Um viðburðinn

Minning Leonard Norman Cohen, sem lést þann 7.nóvember sl., verður heiðruð á Græna Hattinum á Akureyri föstudaginn 3.febrúar 2017 nk.

Viðtökurnar voru vægast sagt góðar í Reykjavík en miðar seldust upp á örfáum dögum fyrir tónleika sveitarinnar þann 10.febrúar nk. Hefur nú verið ákveðið að bruna norður í land þann 3.febrúar nk. og halda fyrstu tónleikana þar auk þess að bæta við tónleikum þann 7.apríl nk. á Café Rosenberg.

Hljómsveitina skipa:

Daníel Hjálmtýsson - söngur/gítar
Benjamín Náttmörður Árnason - gítar/bakrödd
Magnús Jóhann Ragnarsson - hljómborð/hljóðgervlar/orgel
Pétur Daníel Pétursson - trommur/slagverk
Snorri Örn Arnarsson - bassi
Ísold Wilberg Antonsdóttir - söngur/bakrödd
Guðrún Ýr Eyfjörð - söngur/bakrödd
Sérstakir gestir: Kvartett Karlakórs Akureyrar - Geysir

Húsið opnar 21.00 og tónleikar hefjast klukkan 22.00.

Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu og 3.500 krónur við hurð.

Hægt er að fylgjast nánar með gangi mála á Facebook.

Facebook: https://www.facebook.com/events/593104530896255/

Græni Hatturinn: www.graenihatturinn.is