Tix.is

Um viðburðinn

Á dagskrá Myrkra Músíkdaga í ár mun gæta ýmissa grasa, og munu hátíðargesti eiga möguleika á því að upplifa nánast þversnið af því sem ber hæst í samtímatónlist beggja vegna Atlantshafsins á meðan hátíðinni stendur. í fyrirrúmi þetta árið verða verk sem blanda saman mismunandi tækni, þar sem eru könnuð mörk þess mögulega í flutningi á samtímatónlist. Má þar á meðal nefna tónleika Hljómeykis og Caput hópsins með liðsinni Dr. Nínu Margrétar Grímsdóttur, sem flytja dagskrá sem Hugi Guðmundsson setti saman í í minningu tónskáldsins og myndlistamannsins Emils Thoroddsen. Adapter munu flytja verk eftir Davíð Brynjar Franzson, Robert Dick og Ursel Schlicht flytja sín eigin verk, Nordic Affect leiðir okkur inn í nýja heima með bæði raftónlist og frumflutningum og Cikada koma frá Noregi og frumflytja nýtt verk eftir Francesco Filidei. Svo má ekki gleyma árlegum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Kammersveitar Reykjavíkur og Caput. Hljóðverkasýning sem samanstendur mestmegnis af íslenskum verkum mun standa yfir á meðan hátíðinni stendur í opnum rýmum Hörpunnar.