Tix.is

Um viðburðinn

KANSAS á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi. Sveitin hefur fyrir löngu sannað sig sem ein helsta rokkhljómsveit Bandaríkjanna en þetta „bílskúrsband“ frá Topeka gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 1974 eftir að hafa verið uppgötvað af Wally Gold sem starfaði fyrir Don Kirshner. Í dag hefur sveitin selt yfir 30 milljón plötur um heim allan!

Hljómsveitin hefur gefið út aragrúa af mikils metinni músík, þar af fimmtán breiðskífur með nýju efni og fimm plötur með lifandi flutningi. Átta breiðskífur þeirra hafa fengið gullviðurkenningu fyrir sölu en þarf af eru þrjár þeirra sexfaldar platínumplötur ( Leftoverture, Point of Know Return og Best of KANSAS). Two for the Show, sem inniheldur lifandi tónlistarflutning, hefur einnig fengið platínumviðurkenningu. Á áttunda og níunda áratugunum var hljómsveitin reglulegur gestur á lista Billboard og sat þar í yfir 200 vikur. Sveitin seldi upp tónleika sína á risaleikvöngum víðsvegar um heiminn, í N-Ameríku, Evrópu og Japan.

Smáskífurnar „Carry on Wayward Son“ og „Dust in the Wind“ hafa báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, hið fyrrnefnda er meðal fimm mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og hið síðarnefnda hefur verið spilað í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum! Þau eru einnig risastór á vinsælustu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube.

2016 var merkilegt ár fyrir Kansas en þá gáfu þeir út sína fimmtándu breiðskífu, The Prelude Implicit. Þessi víðáttumikla og framsækna rokkplata er fyrsta stúdíóplata sveitarinnar í heil 16 ár.

Sveitin er þessa dagana dugleg að koma fram fyrir miklum fjölda áhorfenda víða um heim en bandið er skipað upprunalega trommaranum Phil Ehart, bassaleikaranum/söngvaranum Billy Greer, hljómborðsleikaranum David Manion, söngvaranum/hljómborðsleikaranum Ronnie Platt, fiðluleikaranum/gítarleikurunum David Ragsdale, gítarleikaranum Zak Rizvi og upprunalega gítarleikaranum Richard Williams.

Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum sígilda rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur þar sem lög þeirra hafa verið notuð í hinum sívinsælu tölvuleikjum Rock Band og Guitar Hero auk þess sem þau hafa hljómað undir í sjónvarpsþáttum á borð við Supernatural og South Park og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman. Ljóst er að koma þeirra til Íslands er mikill fengur fyrir alla alvöru rokkara.

Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir.

Verðsvæðin eru sem hér segir:

Úrvalssæti: 13.990 kr. (fjólublátt á mynd)
Verðsvæði 1: 11.990 kr. (rautt á mynd)
Verðsvæði 2: 9.990 kr. (ljósblátt á mynd)
Verðsvæði 2: 8.990 kr. (grænt á mynd)
Verðsvæði 4: 6.990 kr. (gult á mynd)

VIP pakkar til sölu hér