Tix.is

Um viðburðinn

Eitan Anner
ISR 2016 / 92 min

Píanóleikarinn Naomi er nýflutt til Jerúsalem frá Tel Aviv. Hún hefur fengið nóg af tónlistarheiminum og ætlar að hefja nýtt líf í nýrri borg. En hún flytur inn í blokkarhverfi þar sem öfgatrúarmenn ráða ríkjum og stöðumælavörðurinn ofsækir hana. Mállaus nágrannastrákurinn laumast ítrekað inn til þess að spila á falska píanóið sem er í íbúðinni en Naomi uppgötvar ástina fyrir tónlistinni aftur þegar hún fær að prófa ævafornt orgel í klaustri í hæðum borgarinnar. En þegar öfgatrúarmennirnir fara að senda Naomi nafnlausar hótanir fer hún að óttast um líf sitt.

Myndin vann aðalverðlaunin á Tallinn Black Nights Film Festival, nýjustu A-hátíð heims. Aðalleikkonan Ania Bukstein var einnig verðlaunuð þar sem besta leikkonan.

Sýningar:
24. febrúar, kl 22:00
25. febrúar, kl 22:00  

Stockfish Film Festival