Tix.is

Um viðburðinn

Bertrand Bonello
FRA 2016 / 130 min

24 klukkustundir í París. Hópur ungra Parísarbúa af öllum kynþáttum er búin að fá nóg af þjóðfélaginu sem þau búa í og skipuleggja sprengjuárásir á París, sprengja meðal annars tímasprengjur í ráðuneyti, skrifstofur og götur, og skjóta valdamikinn bankastjóra. Í kjölfarið reynir lögregla borgarinnar að hafa uppi á þeim um nóttina. Eldfim mynd sem var tekin upp fyrir árásirnar í París 2015 en var fyrst sýnd eftir þær.

Myndin var í 13-15 sæti í árlegu kjöri breska kvikmyndaritisins Sight & Sound, þar sem gagnrýnendur hvaðanæfa úr heiminum kjósa. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastián þar sem hún vann SIGNIS verðlaunin.

Sýningar:
26. febrúar, kl 21:00
28. febrúar, kl 20:30
4. mars, kl 22:30

Stockfish Film Festival