Tix.is

Um viðburðinn

Örvarpið er vettvangur fyrir íslenskar örmyndir, og er ætlað öllum með áhuga á kvikmyndalist og öðrum listgreinum - reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Örvarpið skapar tækifæri til að gera tilraunir með hreyfimyndaformið, hvort sem eru tilraunakenndar stuttmyndir, vídeólist, hreyfimyndir, stutt-heimildarmyndir, tölvuteiknimyndir, tónlistarmyndbönd eða eitthvað allt annað – eina skilyrðið er að myndin sé innan 5 mínútna. Haustið 2016 valdi nefnd, skipuð þeim Tinnu Hrafnsdóttur og Sindra Bergmann, vikulega eitt verk til sýningar á vefi RÚV, www.ruv.is/orvarpid. Myndirnar urðu að lokum 12 talsins og kenndi þar ýmissa grasa. Á stockfish verða sýndar þessar 12 myndir og einnig verður Örvarpinn afhentur fyrir örmynd ársins.

Sýning:
28. febrúar, kl 18:00

Stockfish Film Festival