Tix.is

Um viðburðinn

VORTÓNLEIKAR FÓSTBRÆÐRA 2017

Karlakórinn Fóstbræður heldur árlega vortónleika sína í Norðurljósasal Hörpu dagana 25., 26., 27.og 29. apríl 2017.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 nema laugardaginn 29.apríl en þá hefjast þeir klukkan 15.00 Flutt verða íslensk og erlend verk fyrir karlakóra.

Söngstjóri: Árni Harðarson.
Einsöngvari: Hanna Dóra Sturludóttir
Píanóleikari: Steinunn Birna Ragnarsdóttir

Karlakórinn Fóstbræður mun nú halda árlega vortónleika sína í Norðurljósasal Hörpu í þriðja sinn.

Á síðasta ári minntust Fóstbræður aldarafmælis kórsins og nú í vor er þess minnst að 100 ár eru liðin frá fyrstu tónleikum kórsins sem haldnir voru í Bárubúð í Vonarstræti 25. mars 1917.

Á efnisskrá tónleikanna í Hörpu verða íslensk og erlend verk bæði gömul og ný. M.a. verður frumflutt nýtt verk sem Áskell Másson hefur samið í tilefni af aldarafmæli kórsins. Einsöngvari verður Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og píanóleikari Steinunn Birna. Stjórnandi er Árni Harðarson.