Tix.is

Um viðburðinn

Landsmót hestamanna 2018 verður haldið í Víðidal í Reykjavik dagana 1.-8. júlí. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður og fjölskylduhátíð sem fram fer á Íslandi, en þar munu bestu knapar og hestar landsins etja kappi auk þess sem boðið verður upp á ásamt fjölbreyttri skemmtidagskrá fyrir allan aldur. Á mótinu verða sýnd glæsileg kynbótahross og gæðingar, auk þess sem kynntar verða vörur og þjónusta í markaðs- og sölutorgum.

Vönduð og fjölbreytt skemmtidagskrá verður í boði alla landsmótsdagana og má þar nefna að lögð verður áhersla á skemmtilega dagskrá fyrir börnin og þeim gefinn kostur á að komast í snertingu við hestana í leik og starfi.

Þetta verður 23. Landsmót hestamanna en það fyrsta var haldið á Þingvöllum árið 1950.

Til sölu eru vikupassi sem tryggir aðgang að mótinu frá upphafi til enda, samskonar vikupassi fyrir unglinga og vikupassi með Reykjavík City Card sem tryggir til viðbótar m.a. aðgang að söfnum, sundlaugum og Strætó í Reykjavík á meðan á mótinu stendur. Þá eru til sölu helgarpassar sem gilda frá kl. 17:00 á fimmtudeginum 5. júlí og til mótsloka. Helgarpassar eru einnig til sölu fyrir unglinga. Fullt verð á vikupössum við upphaf móts verður kr. 23.500, en þeir munu kosta 18.900 til 15. júní.

Auk þess eru til sölu tjaldstæðareitir, 7x10 metra á stærð með einni 10 ampera rafmagnstengingu sem nægir einu hýsi.  Kaupandi hefur reitinn til afnota frá hádegi laugardaginn 31. júní til sunnudagsins 8. júlí kl. 17:00.

Almenn tjaldstæði án rafmagns standa öllum miðaeigendum til boða.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Reykjavík City Card

Smelltu hér til að sjá yfirlitsmynd af svæðinu