Tix.is

Um viðburðinn

Tónleikar þar sem flutt verða 3 ný tónverk sem mynda eina samfellda heild. Tónverkin eru samin af Sóleyju Sigurjónsdóttur og þar af er eitt þeirra samið sérstaklega fyrir dansverk eftir Yelenu Arakelow. Í verkunum kannar Sóley tengsl rýmis, hljóms og hreyfingar. Mörkin milli danslistar og tónlistar eru máð út og útkoman verður margbrotið umbrot lista og rýmis.

Yelena Arakelow dansar einleik.

Halldóra Ósk Helgadóttir, Ragnheiður Erla Björnsdóttir, Sara Margrét Ragnarsdóttir, Sóley Sigurjónsdóttir og Yelena Arakelow leika hljóðlistir líkamans.

Sunna Karen Einarsdóttir stjórnar fríðu föruneyti í kórsöng við ljóðabrot úr ‘Tíminn og vatnið’ eftir Stein Steinarr.