Tix.is

Um viðburðinn

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri kynnir hinn margverðlaunaða söngleik Anný sem byggður er á sögunni um munaðarleysingjann Anný.

Sagan gerist á fjórða áratug síðustu aldar og fjallar um 11 ára stúlku sem býr við hrörlegar aðstæður á munaðarleysingjaheimili í New York. Í von um að sameinast foreldrum sínum á ný dregst hún út í skemmtilega atburðarrás og breiðir um leið út gleði og hlýju í kreppuhrjáðri New York borg.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullar leiksýningar sem hafa slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðru. Föngulegur hópur menntskælinga hefur lagt allt sitt í að láta sýninguna verða að veruleika.

Leikstjóri er Hera Fjord, en Hera útskrifaðist árið 2015 frá Kogan Academy of Dramatic Arts í London.

Við hlökkum til að sjá þig í Samkomuhúsinu á sýningu sem lætur engan ósnortinn.