Tix.is

Um viðburðinn

“Hið margverðlaunaða tónleikahús Harpa kynnir með stolti Reykjavik Classics sumarið 2017. Þá hefst annað starfsár þessarar einstöku tónleikaraðar sem bæst hefur í flóru hins fjölbreytta menningarlífs höfuðborgarinnar. Reykjavik Classics býður upp á klassíska tónlist í Eldborg í túlkun fremstu listamanna þjóðarinnar auk erlendra gestaflytjenda í einum af “tíu bestu tónleikasölum þúsaldarinnar.” (Gramophone)

Reykjavik Classics hefst 26. júní og stendur til 16. ágúst, tvennir tónleikar á hverjum degi, kl. 12:30 og 15:30. Hverjir tónleikar eru 30 mín. án hlés og verða meistaraverk tónlistarsögunnar flutt á fjölbreyttum efnisskrám hverrar viku, t.d. eftir Mozart, Beethoven, Schumann og Mendelssohn. Listamenn Reykjavik Classics eru einleikarar og einsöngvarar úr röðum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar. Listrænn stjórnandi er Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari.”

Reykjavík Classics

Finndu okkur á Facebook, Snapchat, Instagram og Twitter