Tix.is

Um viðburðinn

Norðuróp, Tilraunaópera Íslands í samvinnu við rokkhljómsveitina Sígull, Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Söngsveitina Víkingarnir og landsþekkta einsöngvara, halda einstaka óperurokktónleika í Hljómahöll 19. maí næstkomandi. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem saman koma Klassískir söngvarar og rokkhljómsveit til að flytja valda kafla úr hinni mögnuðu óperu Wagners HOLLENDINGURINN FLJÚGANDI. Okkur klassísku söngvurunum hefur oft fundist þessi ópera vera algjört rokk og ekki er sagan minna rokk, draugasaga af bestu gerð. Okkur langaði að prófa að flytja úrdrátt úr óperunni með rokkhljómsveit en klassískum söngvurum og kanna hversu langt er milli þessara tveggja tónlistarheima. Við höfum því fengið rokkhljómsveitina Sígull úr Reykjanesbæ til samstarfs við þessa rannsóknarvinnu okkar. Eftir margra mánaða undirbúning höfum við útsett hluta óperunnar fyrir rokkhljómsveit og hluta fyrir píanó. Þetta er kjörið tækifæri til að koma og kynnast ævintýraheimi óperunnar.... svolítið öðruvísi.

Jóhann Smári Sævarsson
Bylgja Dís Gunnarsdóttir
Egill Árni Pálsson
Hljómsveitin Sígull
Karlakór Keflavíkur
Kvennakór Suðurnesja
Söngsveitin Víkingarnir