Tix.is

Um viðburðinn

Söngleikurinn 9 til 5 verður settur upp í fyrsta sinn á Íslandi hjá Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz í apríl en verkið hlaut 15 Drama Desk og 4 Tony verðlaunatilnefningar í Bandaríkjunum við frumsýningu.

Allir muna eftir laginu Nine to Five úr samnefndri mynd með Dolly Parton. Þessi glæsilegi og stórskemmtilegi söngleikur fyrir alla fjölskylduna verður sýndur í allri sinni dýrð í lok apríl 2017. Dolly Parton semur alla texta og tónlist, handrit er eftir Patricia Resnick; Þór Breiðfjörð snýr söngtextum yfir á Íslensku, handrit er þýtt af Þór og Karli Pálssyni.

Eftirfarandi hlutverk eru tvískipuð:
Persónur og leikendur 30. maí/31. maí
FJÓLA -Fanný Lísa Hevesi/Sara Líf Magnúsdóttir
SIGRÍÐUR „SISSA" - Magðalena
Sif Lýðsdóttir/Rakel Rósa Ingimundardóttir
RÓSALÍN HART -Halldóra Líney Finnsdóttir/Andrea Anna Arnardóttir
Leikstjórn: Valgerður Guðnadóttir.
Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason
Hljóð: Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson
Dans og hreyfingar: Auður Snorradóttir, Valgerður Guðnadóttir, Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, Fanný Lísa Hevesi

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz er núna á sínum fjórða starfsvetri. Deildin hefur að markmiði að kynna söngleikjalistina sem sérstaka listgrein ásamt því að undirbúa nemendur fyrir starf í alls konar tengdum greinum. Sýningin er sett upp í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í glænýjum og glæsilegum 150 sæta sal skólans. Þetta er upphafið á spennandi samstarfi við Ármúlaskóla; næsta vetur geta nemendur tekið allt að fjórðungi eininga til stúdentsprófs með því að vera samhliða í námi hjá söngskólanum. Er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíkt nám í framhaldsskóla beinlínis í söngleikjalistinni með einkatímum í söng hjá einum virtasta söngskóla landsins.

Fylgist með á Facebook og Söngskóli.is