Tix.is

Um viðburðinn

Laugardagur, 24. júní
20.00, Norðurljósum, Hörpu
Fantasíur frá nýju og gömlu Vín

Franz Schubert: Notturno
Leonid Desyatnikov: Wie der Alte Leiermann
Schubert: Quartetsatz
Schubert: Fantasía í f-moll
Arnold Schoenberg: Fantasía fyrir fiðlu og píanó
Schubert: Fantasía fyrir fiðlu og píanó

Rosanne Philippens (fiðla), István Várdai (selló), Víkingur Ólafsson (píanó), Maxim Rysanov (víóla), Nicolas Altstaedt (selló), Vilde Frang (fiðla)

Þessir tónleikar eru helgaðir tónlist Vínarborgar, og tveimur örlagavöldum í þróun tónlistar Vesturlanda, þeim Franz Schubert og Arnold Schoenberg. Við heyrum hrífandi noktúrnu Schuberts fyrir píanótríó, fantasíu Desyatnikovs um lokalag Schuberts í ljóðaflokknum Vetrarferðinni, hinn stórbrotna en ókláraða strengjakvartett Quartettsatz, og eitt dáðasta píanóverk Schuberts, fjórhentu fantasíuna í f-moll. Að lokum gefst færi á að bera saman fantasíu Schuberts fyrir fiðlu og píanó og fantasíu Schoenbergs fyrir sömu hljóðfæri. Við fyrstu sýn virðast verkin eiga lítið sameiginlegt. Schubert samdi sína fantasíu 1827, ári áður hann lést, og byggði hana á ástríðufullu söngljóði sínu Sei mir gegrüsst. Slíkar tilfinningar eru víðs fjarri í fantasíu Schoenbergs sem frumflutt var í Kaliforníu 1949, enda hafði þessi upphafsmaður 12-tónakerfisins lagt sig í líma við að skera öll tengsl við tónlist gömlu Evrópu. Verkin eiga þó sameiginlegt það sem gerir þau að sannkölluðum fantasíum – hið sanna frelsi ímyndunaraflsins.