Tix.is

Um viðburðinn

7. júní kl. 12:00 Ungar stjörnur

Hin hæfileikaríku Johan Dalene frá Svíþjóð og Maya Buchanan frá Chicago flytja glæsileg einleiksverk fyrir fiðlu og píanó. Bæði eru aðeins 17 ára gömul en hafa unnið til margra verðlauna og eru vaxandi stjörnur í fiðluheiminum.

Efnisskrá:

1. kafli (Vivace ma non troppo) úr Sónötu nr. 1 fyrir fiðlu og píanó í G-dúr eftir Brahms
Faust Fantasían eftir Wieniawski

Maya Buchanan ásamt Richard Simm, píanó

Andante og Allegro úr Sónötu nr. 2 fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach
1. kafli (Allegro con brio) úr Sónötu nr. 1 fyrir fiðlu og píanó eftir Beethoven
Kaprísa nr. 5 eftir Paganini
Souvenir eftir J. Sibelius
Carmen fantasían eftir Waxman

Johan Dalene ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanó

Navarra fyrir 2 fiðlur eftir P. Sarasate
Maya Buchanan og Johan Dalene

7.júní kl 20: Opnunartónleikar Akademíunnar: Kvöldstund með strengjakvartettum

Dagana 1. - 7. júní stendur Akademían fyrir sérstöku námskeiði í strengjakvartettleik undir handleiðslu Sigurbjörns Bernharðssonar, annað árið í röð. Undanfarin 18 ár hefur Sigurbjörn verið fiðluleikari í Pacifica strengjakvartettinum, sem er einn af bestu strengjakvartettunum í heiminum í dag. Meðlimir kvartettsins eru jafnframt prófessorar við Indiana University. Á námskeiðinu taka þátt fimm kvartettar og á þessum tónleikum munu þeir flytja afrakstur vinnu sinnar vikuna á undan.

Flutt verða brot úr strengjakvartettum eftir:
Ravel
Shostakovich
Brahms
Bartók
Mendelssohn
Mozart

10. júní kl 10:00 Fiðlumasterklass með Almitu Vamos

Almita Vamos er prófessor við Roosevelt University í Chicago og hefur verið einn af þekktustu fiðlukennurum Bandaríkjanna í hartnær 40 ár. Nemendur hennar hafa hlotið verðlaun í alþjóðlegum fiðlukeppnum, starfa sem einleikarar, leiðandi hljóðfæraleikarar við sinfóníuhljómsveitir víða um heim og sem prófessorar við virta tónlistarháskóla. Almita er sannkallaður Íslandsvinur og hefur kennt mörgum af helstu fiðluleikurum þjóðarinnar, meðal annars Sigurbirni Bernharðssyni, Auði Hafsteinsdóttur, Ara Þór Vilhjálmssyni, Sif Tulinius og Sigrúnu Eðvaldsdóttur.

Á masterklassanum munu 4 - 5 nemendur leika einleiksverk fyrir Almitu. Áheyrendum gefst einstakt tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim flytjandans og kennarans, og inn í það ferli sem þarf að undirgangast til að færa flutninginn á hærra stig.

10. júní kl 13:00 Sellómasterklass með Morten Zeuthen

Morten Zeuthen hefur markað spor í danskt tónlistarlíf í áratugi. Hann hefur verið prófessor við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn síðan 1996 og var áður leiðari sellódeildar sinfóníuhljómsveitar danska ríkisútvarpsins í 20 ár. Hann hefur leikið inn á tugi geisladiska, bæði einleik og kammerverk, og notið mikillar velgengni sem flytjandi og kennari.

Á masterklassanum munu 4 - 5 nemendur Akademíunnar leika einleiksverk fyrir Morten. Áheyrendum gefst einstakt tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim flytjandans og kennarans, og inn í það ferli sem þarf að undirgangast til að færa flutninginn á hærra stig.

10. júní kl 17:00 Kennaratónleikar

Kennarar Akademíunnar er í fremstu röð hljóðfæraleikara innanlands og erlendis, og eru margir þeirra prófessorar við virta tónlistarháskóla. Á þessum tónleikum munu þeir miðla af list sinni með fjölbreyttum einleiks- og kammerverkum. Nánari efnisskrá kynnt síðar.

13. júní kl 17:00 Nemendatónleikar eldri deildar

Í eldri deild Akademíunnar taka þátt 75 hljóðfæranemendur frá 9 löndum á aldrinum 10 - 26 ára. Á tónleikunum fáum við að heyra úrval einleiks- og kammerverka sem þeir hafa verið með í handleiðslu hjá kennurum á námskeiðinu.

13. júní kl 20:00 Silk Road on Strings

Dan Zhu, fiðla
Julien Quentin, píanó

Dan Zhu er einn af þekktustu fiðluleikurum Kína. Hann flutti Tchaikovsky fiðlukonsertinn í Carnegie Hall aðeins 18 ára gamall og hefur síðan leikið út um allan heim. Hér kemur hann fram ásamt píanóleikaranum Julien Quentin.

Efnisskrá:

Antonio Vivaldi: Sónata fyrir fiðlu og píanó í A-dúr, op. 2
Bright Sheng (1955-): Þrjár Fantasíur fyrir fiðlu og píanó (2006) frumflutningur á Íslandi
I. Dream Song
II. Tibetan Air
III. Kazakhstan Love Song

César Franck: Sónata fyrir fiðlu og píanó í A-dúr
I. Allegretto ben moderato
II. Allegro
III. Ben moderato: Recitativo-Fantasia
IV. Allegretto poco mosso

Henryk Wieniawski: Fantasie brillante á stefjum úr Faust eftir Gounod

17. júní kl 10:00 Nemendatónleikar yngri deildar

Í yngri deild taka þátt 38 hljóðfæranemendur á aldrinum 9 - 14 ára. Á tónleikunum munu kammerhópar deildarinnar flytja vel valin verk.

17. júní kl 12:00 Nemendatónleikar eldri deildar

Í eldri deild Akademíunnar taka þátt 75 hljóðfæranemendur frá 9 löndum á aldrinum 10 - 26 ára. Á tónleikunum stíga píanónemendur námskeiðsins fram og leika úrval einleiks- og kammerverka sem þeir hafa verið með í handleiðslu hjá kennurum á námskeiðinu.

17. júní kl 17:00 Hátíðartónleikar Akademíunnar

Akademíunni 2017 lýkur með glæsilegum hljómsveitartónleikum þar sem hljómsveit eldri deildar leikur þrjú verk:

R. Strauss: Serenaða fyrir blásara
C. Saeint-Saens: Rondo Capriccioso fyrir fiðlu og hljómsveit
- Johan Dalene, einleikari
P. Tchaikovsky: Sinfónía nr. 6
Tomas Djupsjöbacka, hljómsveitarstjóri

Í hljómsveit eldri deildar leika tæplega 90 hljóðfæranemendur frá 9 löndum á aldrinum 10 - 26 ára. Tónleikunum lýkur með þjóðsöngnum.