Tix.is

Um viðburðinn

Hin margverðlaunaða Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og nemendur hennar á master class námskeiði á Sönghátíð í Hafnarborg halda uppskerutónleika. Matthildur Anna Gísladóttir leikur á píanóið.


Söngkonur:
Marta Kristín Friðriksdóttir
Steinunn Björg Ólafsdóttir
Salný Vala Óskarsdóttir
Maria Koroleva
Snæfríður M. Björnsdóttir
Alejandra P. de Ávila


Um hátíðina:

Sönghátíð í Hafnarborg er ný hátíð sem verður haldin í fyrsta skipti dagana 1. – 9. júlí 2017. Á meðal flytjenda eru Kristinn Sigmundsson bassi, Dísella Lárusdóttir sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, Þóra Einarsdóttir sópran, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Guja Sandholt mezzósópran, píanóleikararnir Anna Guðný Guðmundsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir og gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui. Auk fimm söngtónleika býður Sönghátíð í Hafnarborg upp á master class með Þóru Einarsdóttur sem endar á tónleikum, söngnámskeið fyrir áhugafólk með Guðrúnu Jóhönnu, vikulangt tónlistarnámskeið fyrir 6-12 ára börn sem Þórdís Heiða Kristjánsdóttir og Hildur Guðný Þórhallsdóttir leiða og jóga fyrir söngvara undir stjórn Guju Sandholt. Stofnandi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar er mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.

www.songhatid.is

einarsdottir.com

YouTube