Tix.is

Um viðburðinn

Sagan um Rómeó og Júlíu er innblásturinn á bak við tónleikana Ást í meinum. Þar bregða Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Dísella Lárusdóttir sér í hlutverk elskendanna frægu í senu sem kölluð hefur verið “fegursta rifrildi sem samið hefur verið” úr bel canto óperunni I Capuleti e I Montecchi eftir Bellini. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanóið. Guðrún og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui munu einnig flytja sönglög frá endurreisnartímanum til tuttugustu aldarinnar í kringum hugmyndina um forboðna ást.

Efnisskrá:

J.A. Wade (1796-1845)
- Meet Me by Moonlight 

John Dowland (1563-1626)
- Flow My Tears
- Come Again!

F. J. Jáuregui (1974-)
-Eg ser deg utför gluggjin (norskt þjóðlag) 

Jón Ásgeirsson (1928-) / Jáuregui (1974-)
- Vísur Vatnsenda-Rósu (íslenskt þjóðlag)

Federico García Lorca (1898-1936)
- Los cuatro muleros (spænskt þjóðlag)

Alberto Ginastera (1916-1983)
- Canción al ár bol del olvido

Enrique Granados (1867-1916)
Úr Colección de Tonadillas
-El mirar de la maja
-El tra la la y el punteado

Laurindo Almeida (1917-1995)
- A casinha pequenina (þjóðlag frá Brasilíu)

Francisco Javier Jáuregui (1974-)
Sefardísk þjóðlög
-Nani, nani
-Yo m’enamorí d’un aire


HLÉ

Vincenzo Bellini (1801-1835)
Úr óperunni I Capuleti e i Montecchi
-Eccomi in lieta vesta…
-Oh! quante volte
-Ah! mia Giulietta!
-Sí, fuggire
-Ah! crudel, d’onor ragioni
-Odi tu?
-Vieni, ah! vieni in me riposa

Um hátíðina:

Sönghátíð í Hafnarborg er ný hátíð sem verður haldin í fyrsta skipti dagana 1. – 9. júlí 2017. Á meðal flytjenda eru Kristinn Sigmundsson bassi, Dísella Lárusdóttir sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, Þóra Einarsdóttir sópran, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Guja Sandholt mezzósópran, píanóleikararnir Anna Guðný Guðmundsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir og gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui.

Auk fimm söngtónleika býður Sönghátíð í Hafnarborg upp á master class með Þóru Einarsdóttur sem endar á tónleikum, söngnámskeið fyrir áhugafólk með Guðrúnu Jóhönnu, vikulangt tónlistarnámskeið fyrir 6-12 ára börn sem Þórdís Heiða Kristjánsdóttir og Hildur Guðný Þórhallsdóttir leiða og jóga fyrir söngvara undir stjórn Guju Sandholt.

Stofnandi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar er mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.

www.songhatid.is

www.gudrunolafsdottir.com

www.disella.org

www.javierjauregui.com

YouTube