Tix.is

Um viðburðinn

Laugardagur, 8. júlí Sönghátíð í Hafnarborg – Fjárlaganefnd

Oktettinn Fjárlaganefnd flytur íslensk og erlend lög fyrir blandaðan kór. Sönghópurunn Fjárlaganefnd var stofnaður í lok árs 2015 og hefur síðan þá komið víða fram, m.a. á Sumartónleikum í Skálholti, Óperudögum í Kópavogi og í Hörpu, auk þess að halda sjálfstæða tónleika. Fjárlaganefnd má finna á Facebook og Youtube.

Meðlimir Fjárlaganefndar eru:
Sólveig Sigurðardóttir
Ásta Marý Stefánsdóttir
Freydís Þrastardóttir
Valgerður Helgadóttir
Þórhallur Auður Helgason
Gunnar Thor Örnólfsson
Böðvar Ingi H. Geirfinnsson
Ragnar Pétur Jóhannsson

Sönghátíð í Hafnarborg er ný hátíð sem verður haldin í fyrsta skipti dagana 1. – 9. júlí 2017. Hátíðin er einstæð á landsvísu því hún er eina tónlistarhátíðin sem hefur klassíska söngtónlist, þar á meðal ljóða- og kórtónlist, í forgrunni. Á meðal flytjenda eru Kristinn Sigmundsson bassi, Dísella Lárusdóttir sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, Þóra Einarsdóttir sópran, sönghópurinn Fjárlaganefndin, Guja Sandholt mezzósópran, píanóleikararnir Anna Guðný Guðmundsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir og gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui. Auk fimm söngtónleika býður Sönghátíð í Hafnarborg upp á master class með Þóru Einarsdóttur sem endar á tónleikum, söngnámskeið fyrir áhugafólk með Guðrúnu Jóhönnu, vikulangt tónlistarnámskeið fyrir 6-12 ára börn sem Þórdís Heiða Kristjánsdóttir og Hildur Guðný Þórhallsdóttir leiða og jóga fyrir söngvara undir stjórn Guju Sandholt. Stofnandi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar er mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.