Tix.is

Um viðburðinn

Regína Ósk og Selma Björns ætla að fara yfir ferilinn og vera með tónleika saman .

Regína hefur gefið út 5 sólóplötur, 1. með Eurobandinu og eina jólaplötu með Jogvani, Guðrúnu Gunnars og Guðrúnu Árný. Einnig hefur hún sungið inná ótal aðrar plötur með hinum ýmsu listamönnum. Hún hefur tekið þátt í mörgum tónleikasýningum með settar hafa verið upp í Eldborg, Háskólabíói, Salnum ofl ofl. Hún var Frostrós í mörg ár og fór fyrir hönd Íslands í Eurovision 2008 ásamt því að hafa farið sem bakrödd þrisvar á árunum 2001-2005.

Selma Björns hefur verið í bransanum í mörg ár. Hefur gefið út 3 sólóplötur og tvær með Hönsu ásamt því að hafa sungið inná aðrar með öðrum listamönnum. Hún hefur leikið og sungið í tugum söngleikja, leikstýrt söngleikjum, leikritum, bæði fyrir fullorðna og börn, unnið sem kóreógrafer í fleiri tugum sýninga og tónleika bæði hérlendis og erlendis.

Stelpurnar hafa verið að syngja saman í mörg ár og fannst þeim tími til komin að setja upp smá tónleika þar sem farið er yfir ferilinn í tali og tónum. Á dagskránni verður brot af því besta sem þær hafa verið að fást við. Með þeim spila Karl Olgeirsson á Píanó og Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar.