Tix.is

Um viðburðinn

Eyjólfur "Eyfi" Kristjánsson hélt í byrjun maí tónleika á Rosenberg í Reykjavík fyrir troðfullu húsi, sem kölluðust "Kvöldstund með Eyfa og gestum", þar sem hann flutti lög sín frá 30 ára ferli ásamt hljómsveit og gestum. Nú skal stormað norður yfir heiðar og leikurinn endurtekinn á Græna Hattinum Akureyri laugardagskvöldið 22. júlí kl. 22.00. Lög eins og "Álfheiður Björk", "Draumur um Nínu", "Dagar", "Danska lagið", "Ég lifi í draumi", "Gott", "Mánaskin", "Kannski er ástin", "Allt búið" o. m. fl. munu hljóma ásamt léttu spjalli Eyfa við tónleikagesti.

Með Eyfa á sviðinu verða: Jóhann Hjörleifsson á trommur, Haraldur Þorsteinsson á bassa, Einar Örn Jónsson á hljómborð, Ingi G. Jóhannsson á gítar og bakraddir og Guðrún Gunnarsdóttir í bakröddum. Sérstakir gestir Eyfa þetta kvöld eru söngvararnir Bergþór Pálsson og Sigrún Waage og jafnvel má búast við óvæntum gestum á sviðið.

Miðasala er á graenihatturinn.is og á tix.is