Tix.is

Um viðburðinn
Caput Tríó á Arctic Concerts  í Iðnó 
fimmtudaginn 13. júlí kl. 20.30

Tónleikar Caput eru aðrir tónleikarnir Arctic Concerts í Iðnó en þar verða fernir tónleikar, alla fimmtudaga í júlí, ætlaðir áhugafólki um vandaða tónlist, íslendingum jafnt sem erlendum gestum.  

Caput hópurinn hefur á síðastliðnum 30 árum unnið sér mikilvægan sess í tónlistarlífi íslendinga.  Hópurinn var stofnaður á árunum 1987-88 í þeim tilgangi að flytja nýja eða nýlega tónlist, hvort sem er íslenska eða erlanda.  Á löngum og viðburðaríkum ferli hefur hópurinn leikið á mörgum helstu tónlistarhátíðum heims, túrað Evrópu, Ameríku og Asíu og leikið inn á fjölda hljómdiska, sjá nánar á  www.caput.is

Caput er tónlistarhópur með yfir 20 kjarnameðlimi en getur á undraverðan hátt breytt sér í flestra hljómsveita líki, eins og fyrir Arctic Concerts þegar 3 meðlimi koma fram sem Caput Arctic Tríó  en þessi sama þrenning lék tónleika í Katuaq, listamiðstöðinni í Nuuk á Grænlandi, í nóvember síðastliðnum.

Þeir sem koma fram á Arctic Concerts í Iðnó 13. júlí eru,  Daníel Þorsteinsson píanóleikari, Sigurður Halldórsson cellóleikari og Guðni Franzson klarínettuleikari.  Þeir leika sumarlega efnisskrá með verkum eftir m.a. Jón Leifs, Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Hauk Tómasson, Tryggva Baldvinsson, Atla Ingólfsson og fleiri.

Aðgangseyrir kr. 2.500 og miðasala á  www.tix.is